Með stefnu þessari vill Hamar ehf. tryggja stöðugar umbætur í gæða- og öryggismálum hjá fyrirtækinu m.a. með því að leggja áherslu á vel skilgreinda verkferla og gegnsæi í daglegum rekstri fyrirtækisins.
Hamar lítur á það sem skyldu sína að tryggja öryggi og heilbrigði starfsmanna og viðskiptavina á vinnustað sínum á sem bestan hátt. Hamar ehf. hefur kröfur, áreiðanleika og arðsemi að leiðarljósi til að tryggja árangursríkt starf.
Við leggjum mikla áherslu á samvinnu til að ná fram hagkvæmustu lausn fyrir alla aðila.
Stefna Hamars:
- Tryggja öryggi og heilbrigði starfsmanna og viðskiptavina á vinnustað á sem bestan hátt.
- Lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfsemi fyrirtækisins.
- Uppfylla ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og starfsmanna um fagleg vinnubrögð
- Hámarka gæði þeirrar vöru og þjónustu sem fyrirtækið innir af hendi.
- Tryggja að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi fyrirtækisins sé fylgt
- Vinna að stöðugum umbótum á stjórnkerfum fyrirtækisins með það að leiðarljósi að hámarka:
- Gæði þeirrar vöru og þjónustu sem fyrirtækið innir af hendi.
- Öryggi og heilsu starfsfólks og viðskiptavina á vinnustöðum fyrirtækisins.
- Vistvæna starfsemi með tilliti til umhverfisstjórnunar.
- Árangursríkt samstarf sem leiðir til hagkvæmni í rekstri og stjórnun
Gildi Hamars
VIRÐING - SAMVINNA - SIÐFERÐI - FAGMENNSKA
- Við sýnum samstarfsfólki og viðskiptavinum ávallt virðingu í öllum samskiptum
- Við tökum upplýstar ákvarðanir í samvinnu við viðeigandi hagsmunaaðila
- Viðskiptahættir okkar skulu endurspegla jafnrétti og óhlutbundið siðferði
- Við leitumst ávallt eftir því að sýna fagmannleg vinnubrögð sem uppfylla kröfur fyrirtækisins sem og kröfur viðskiptavina okkar
- Starfsfólki er ekki heimilt að þiggja peningagjafir, eins og inneignarkort, gjafakort eða peningagreiðslu
Hamar tekur ekki að sér verkefni eða samstarf sem leiðir til þess að brotið sé á gildum fyrirtækisins.
Ábyrgðaraðilar
-
Stjórn Hamars ber ábyrgð á ÖHUG-stefnu fyrirtækisins
-
Gæða- og öryggisstjóri ber ábyrgð á innleiðingu gæða- og öryggisstefnunnar
-
Gæða og öryggisráð ber ábyrgð á að rýna öll frávik og ábendingar sem tengjast stefnunni
-
Allir starfsmenn fyrirtækisins bera ábyrgð á að fylgja vinnuferlum sem tryggir framkvæmd gæða- og öryggisstefnu
-
Verkefnisstjórar bera ábyrgð á að kynna samstarfaðilum og undirverktökum fyrir stefnunni
-
Samstarfsaðilar sem og undirverktakar bera ábyrgð á að fylgja vinnuferlum sem tryggja framfylgni stefnunnar